Fréttir

Yfir hundrað þúsund séð síðustu seríu af Veiðin með Gunnari Bendar

Úr fyrsta þættinum

Áhorf á veiðiþáttinn „Veiðin með Gunnar Bender“ er komið í yfir hundrað þúsund á vefnum (25.000 horft á þáttinn um Birgi Gunnlaugsson), en þeir hafa einnig verið sýndir á Vísi og hver þáttur fengið mikið áhorf þar. Ný sería er væntanleg og fer í loftið næst komandi febrúar og verða sýndir a.m.k. 4 þættir m.a. frá Langá, Norðurá, Þjórsá og úr silungsveiði, auk mögulega frá dorgveiði í vetur ef ísinn heldur fólki og búnaði.

„Þetta eru flott viðbrögð og verður vonandi framhald á þessum viðtökum,“ sagði Gunnar Bender í samtali við veidar.is, staddur í Borgarfirði til að skoða ganginn í rjúpnaveiðinni. Það er reynt að fylgjast með eins og hægt er á öllum vígstöðum.

Fyrsta serían sýnd á Vísi:

ÞÁTTUR 1ÞÁTTUR 2ÞÁTTUR 3 ÞÁTTUR 4
ÞÁTTUR 5ÞÁTTUR 6 – ÞÁTTUR 7 ÞÁTTUR 8