Fréttir

Heiðar Logi með fyrsta laxinn í Miðá – á Hauginn

Heiðar Logi Elíasson með fyrsta laxinn í Miðá í Dölum á þessu sumri

„Við erum að opna Miðá í Dölum og það gengur vel skal ég segja þér kallinn, erum búnir að fá þrjá laxa og tvær bleikjur,“ sagði Heiðar Logi Elíasson þegar við heyrðum í honum seint í veiðihúsinu í gærkveldi.

„Ég náði fyrsta laxinum á fluguna Hauginn í Stekkjarfossi í Tunguánni og það var meiriháttar, hann var 78 sentimetra, þetta er búið að ganga vel að opna. Bleikjan er að mæta en áin er gjörbreytt frá því í fyrra svo mikið vatn, maður þekkir hana varla og staðirnir hafa breyst. Veiðum frammá mánudaginn og aldrei að vita hvað gerist.  Svo fer maður seinna í sumar í Þverá og Kjarrá,“ sagði Heiðar Logi í Miðá í Dölum.