Um kvöldmatarleytið í dag sást til fyrstu laxanna í Laxfossi í Kjós en það var leiðsögumaðurinn Sigurberg Guðbrandsson sem staðfesti komu laxanna á veiðitímanum, tveggja átta til tíu punda fiska. Oftast sjást fyrstu laxarnir í Kvíslarfossi eða Laxá einmitt eins og gerðist núna og veiðimenn geta glaðst, laxinn er mættur og á réttum tíma!

Frétt úr: www.mbl.is/frettir/veidi/