Fréttir

Þjórsá opnar 1. júní

„Þetta styttist allt en við opnun Þjórsá 1. júní nk, aðeins seinna en í fyrra og við erum orðin spennt að veiða þarna,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir er við spurðum um opnun Þjórsár, sem verður spennandi að sjá hvernig byrjunin er þetta sumarið. Fyrir ári tók það 7 sekúndur að setja í fyrsta laxinn og byrjunin var því frábær og flottir laxar sem veiddust á tímanum.
Síðan opna veiðiárnar hver á annarri en lítið hefur sést af fiski ennþá en það er von á göngum á hverri stundu. Það hefur víða verið kíkt eftir fiskinum en lítið sést til hans.  Ekki er ósennilegt að fyrsti laxinn sjáist á allra næstu dögum, jafnvel í Borgarfirðinum eða þá í Kjósinni. 

Mynd. Stefán Sigurðsson með fyrsta laxinn úr Þjórsá 2021. Mynd Gunnar Bender.