Fréttir

Hvorki séð hnúðlax eða venjulegan lax – né fisk yfir höfuð

Stórskrítið veiðisumar er í gangi þar sem veiðin hefur gengið afar rólega víðog varla fisk að fá. Til eru laxveiðiár sem varla hefur komið branda á land þar sem er búið að veiða í marga, marga daga. Menn hafa verið misheppnir að sjá  í fisk, hvað þá finna þá yfir höfuð.

„Ég er búinn að fara í þrjá veiðitúra og ekki fengið bröndu, varla séð fisk, en næsti veiðitúr verður góður,” sagði veiðumaður og bætti við; „fyrst fór í laxveiðiá í Borgarfirði og það var bara labbitúr upp og niður ána, fuglalífið var gott, sjá þó nokkuð af rjúpu, en ekkert sem líkist fiski. En svona er þetta bara og fór svo vestur á firði og þar var frábært veður en enginn fiskur. Ég var að koma af bakkanum og það var sama sagan, ekkert sá ég sem líkist fiski, hvorki hnúðlaxi eða venjulegum laxi. En það er góður túr eftir og hann klikkar ekki. Vinur minn fór að veiða fimm ár í röð nokkrum sinnum á ári og veiddi engan lax. Þessi túr verður flottur en sumarið er stórskrítið, það er heila málið og ekkert við því að gera,, sagði veiðimaðurinn enn fremur.