Enginn maðkur í Ytri-Rangá lengur
„Það mætti í raun kalla þetta spúna, opnun frá 8. september til 27. september í sumar,“ sagði Alexander Freyr Þórisson hjá I0 veiðileyfum, sem leigja Ytri-Rangá, þegar við spurðum um Ytri, en maðkurinn hefur verið lagaður af í ánni.
„Ástæða fyrir þessum breytingum var einfaldlega sú að það var ekki mikið að veiðast á maðk, aðeins 216 samtals af 5690 veiddum fiski á árinu 2025. Við höfum einnig framlengt gistiskildu í Ytri-Rangá til 28. september, til að svara eftirspurn veiðimanna sem hafa verið að biðja um fæði og gistingu. Fæðið er meira af fínum hefðbundinni heimilismatargerð en ekki 3ja rétta og verðlagt eftir því.
Frá og með 2026 verður ekki maðkur leyfður í Ytri-Rangá, nema að annað komi í ljós í framtíðinni,“ sagði Alexander enn fremur.
Þetta þykja tölverð tíðindi því maðkveiði hefur verið við lýði síðan elstu menn muna í ánni. Maðkaholl sem núna verða spúnaholl.

