Við hjá Wildline höfum tekið við sölunni á Vatnasvæði Lýsu og erum spenntir fyrir komandi tímabili. Ég sjálfur hóf minn veiðiferil þarna og hef verið að veiða þetta svæði síðan ég var ungur drengur, marga daga á ári og þykir virkilega vænt um Lýsuna, svo okkar markmið er að sjá Lýsuna í sinni bestu mynd.

Í fyrra fórum við af stað í það verkefni að bæta uppeldisskilyrði fyrir laxaseiðin með því að búa til seiðagarða og svo stefnum við á að hefja hrognagröft á komandi hausti. Veiðin í Vatnasvæði Lýsu er mjög fjölbreytt svo allir veiðimenn ættu að finna sér eitthvað sem þeim hentar. Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref í fluguveiði eða ert vanur veiðimaður. Silungsveiðin er frábær í júni og uppúr júlí eykst laxavonin, sérstaklega neðar á svæðinu. Laxinn dreifir sér svo þegar líður á haustið og hafa menn verið að fá hann alveg upp að Torfavatni
Bestu laxahylirnir eru Kystuhylur, Ármót, gamla brú, Hnaushylur, Þraætutangi og Þverin. Sjóbirtingsveiðin getur verið ævintýraleg á haustin og alveg þrælskemmtilegt að lenda í göngu á þeim tíma. Hægt er að finna frábært kort af svæðinu á Angling IQ og nálgast leyfin á https://wildline.is
