„Það gekk ágætlega veiðin í Elliðaánum en veðurfarið var ekki gott þegar við vorum, en við fengum fjóra flotta fiska,“ sagði Sindri Jónsson, en vorveiðin hefur gengið ágætlega í Elliðaánum síðan hún byrjaði og veiðimenn verið að fá fína fiska og vel haldna.
„Fiskurinn var að gefa sig á flugu sem ég hnýtti úr gólfmottu úr Bónus, já beint úr Bónus. Þegar við vorum að veiða fyrir helgi var kalt og við yrðum að hlaupa inn í bíl á milli til hlýja okkur en þetta var gaman. Fiskurinn var vel í holdum og sá stærsti var 56 sentimetrar,“ sagði Sindri enn fremur.
Vorveiðin hefur farið vel af stað, sjóbirtingsveið er góð og vatnaveiðin einnig eftir mikil hlýindi síðustu vikur. Elliðavatnið hefur mikið verið stundað og veiðimaður við veiðimann í vatninu, kvöld eftir kvöld. Meðalfellsvatnið hefur verið að gefa en fiskurinn mætti vera stærri.
