Veiðin hefur tekið kipp á nokkrum stöðum þegar fór að rigna, Þverá og Norðurá í Borgarfirði hafa bætt sig verulega. Gljúfurá í Borgarfirði er farin að gefa eftir svakalega lélega byrjun og eru komnir með 25 laxa, sem er reyndar ekki upp í nös á ketti. Margar ár eru ennþá slappar eins og fyrir norðan því miður.
En Ytri Rangá er á toppnum með 1635 laxa eftir frábæra veiði í síðustu viku 500 lax, síðan kemur Þverá með 1120 laxa, Eystri-Rangá með 900 laxa, svo Jökla sem er komin á yfirfall með 806 laxa og síðan Norðurá með 708 laxa.
Hnúðlaxinn er að veiðast víða og eins til tveggja punda puttar eins og ám fyrir austan, með 1635 laxa. 500 laxar veiddust í síðustu viku.
Veiði svæði | Dag setning | Lax | Fyrra árs lokatölur (2024) |
---|---|---|---|
Þverá Kjarará | 6. ágúst | 1116 | 2239 |
Jökla (Kaldá og Laxá) | 6. ágúst | 806 | 1163 |
Norðurá í Borgarf. | 6. ágúst | 708 | 1703 |
Selá í Vopnafirði | 6. ágúst | 666 | 1349 |
Miðfjarðará | 6. ágúst | 571 | 2458 |
Haffjarðará | 6. ágúst | 522 | 802 |
Þjórsá – Urriðafoss | 23. júlí | 510 | 719 |
Elliðaár | 6. ágúst | 479 | 938 |
Hofsá í Vopnafirði | 6. ágúst | 437 | 1089 |
Grímsá í Borgarf. | 6. ágúst | 363 | 1123 |
Langá á Mýrum | 6. ágúst | 335 | 1292 |
Laxá í Leirársveit | 6. ágúst | 323 | 858 |
Laxá í Kjós | 6. ágúst | 302 | 911 |
Laxá í Aðaldal | 6. ágúst | 279 | 820 |
Hítará | 6. ágúst | 265 | 431 |
Ormarsá | 6. ágúst | 246 | |
Laxá á Ásum | 6. ágúst | 238 | 1008 |
Svalbarðsá | 6. ágúst | 212 | 429 |
Laxá í Dölum | 6. ágúst | 163 | 1353 |
Miðfjarðará | 6. ágúst | 162 | 305 |
Víðidalsá | 6. ágúst | 152 | 789 |
Skjálfandafljót | 6. ágúst | 150 | 382 |
Hafralónsá | 6. ágúst | 147 | 287 |
Leirvogsá | 6. ágúst | 142 | 279 |
Sandá í Þistilfirði | 6. ágúst | 141 | 381 |
Straumfjarðará | 6. ágúst | 132 | 366 |
Flókadalsá | 6. ágúst | 131 | 414 |
Brennan | 6. ágúst | 121 | 228 |
Haukadalsá | 6. ágúst | 121 | 428 |
Vatnsdalsá | 6. ágúst | 119 | 684 |
Fnjóská | 6. ágúst | 113 | 170 |
Straumar | 6. ágúst | 105 | 171 |
Sog | 30. júlí | 79 | |
Skuggi | 6. ágúst | 77 | 81 |
Mýrarkvísl | 6. ágúst | 68 | 406 |
Hrútafjarðará | 6. ágúst | 66 | 470 |
Blanda | 6. ágúst | 53 | 327 |
Úlfarsá (Korpa) | 6. ágúst | 53 | 249 |
Andakílsá | 6. ágúst | 48 | 525 |
Laugardalsá | 6. ágúst | 46 | 124 |
Flekkudalsá | 6. ágúst | 36 | 148 |
Miðá í Dölum | 6. ágúst | 26 | 202 |
Gljúfurá | 6. ágúst | 25 | 191 |