Hreindýraveiðileyfin hækka um 20% á milli ára
Nú fer að líða að því að umhverfisstofnun auglýsi umsóknir um leyfi til að fara á hreindýraveiðar og hefur Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra látið breyta gjaldskránni fyrir næsta veiðitímabil. Gjald fyrir tarfinn verður 231.600 krónur en fyrir kú 132 þúsund krónur.