FréttirRjúpanSkotveiði

Átta með 46 rjúpur í Öxarfirði

„Já gekk vel á rjúpunni um síðustu helgi, en vorum á Húsavík en veiddum mest í Öxarfirði og sáum töluvert af fugli,“ sagði Ellert Aðalsteinsson þegar við heyrðum í honum nýkomnum af rjúpu og aftur á leiðinni næstu helgi.

Rjúpnaveiðin hefur víða gengið vel á þessari vertíð og margir fengið í jólamatinn, en veðurfarið hefur verið að stríða veiðimönnum. Spáin næstu daga er fín og margir ætla á rjúpu um næstu helgi.

„Á föstudag var veðurfarið risjótt, rigning og rok, en rjómablíða á laugardag, þá fengum við 12 rjúpur á föstudaginn en 34 rjúpur á laugardaginn, 8 veiðimenn, 46 rjúpur, flott veiði,“ sagði Ellert enn fremur um veiðina. 

Veiðimenn sem við heyrðum í sögðu mikið af fugli en hann væri styggur. En menn fá vonandi á jólaborðið eins og undanfarin ár, til þess er leikurinn gerður.

Ellert Aðalsteinsson og Ragnar Þór Ragnarsson með nokkrar rjúpur