Sigvaldi Lárusson

Veiðin hefur byrjað frábærlega og veiðimenn verið að fá flotta veiði í byrjun veiðitímans. Veðurfarið gott og fiskurinn að taka vel.
„Hófum veiði í Tungulæknum opnuðum hann og urðum strax varir við fisk fyrir neðan brú,“ sagði Sigvaldi Lárusson og bætti við; „byrjuðum eins og venjulega í Holunni og það leið ekki á löngu þar til fyrsti fiskurinn tók og svo var þetta bara ævintýri út daginn, fiskur að taka í Vatnamótum, Súdda og í raun alla leið niður að Holunni. Vorum þarna í frábæru veðri fyrir utan strekkingsvind fram eftir degi annars dags, en létum það ekkert stöðva okkur. Fiskurinn var í stærðum frá 55 og upp í 86 cm stærst og var hann vel haldinn, kom vel undan vetri. Við fengum 140 fiska á þrjár stangir,“ sagði Sigvaldi ennfremur.