EldislaxarFréttir

Kafarahópur frá Noregi mætti aftur

Við Fagradalsá á Skógarströnd á mánudaginn, áin skoðuð. /Mynd: Steingrímur

Tvö gengi af köfurum frá Noregi er mætt til landsins til að skoða aðstæður í laxveiðiánum og hafa síðustu daga þrætt ár á Skógarströnd og Fellsströnd til að kanna hvort þar sé eldislaxa að finna. „Það fannst ekki neitt í Fagradalsá,” sagði okkar maður á staðnum.

Árnar á svæðinu hafa verið skoðaðar en lítið fundist.  Skoða í dag stöðuna í Hvolsá og  Staðarhólsá  í Dölum höfum við frétt. Veiðin í laxveiðiám á ströndinni hefur oft verið betri. Verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað finnst af eldislaxi, en auðvitað er nauðsynlegt að kanna málin. Fjórtán laxar voru úr eldi af þeim löxum sem fundust fyrr í sumar og það er fjórtan löxum of mikið. 

Þess vegna verður að skoða stöðuna, annað er meiri áhætta fyrir árnar á svæðinu. Komnir eru tveir hópar á köfurum og verkefnið er ærið að þræða árnar á meðan einhverja birtu er að hafa yfir daginn.