FréttirLaxveiði

Hann var ennþá á!

Vilhelm Anton naglbítur í Laxá í Aðaldal

„Kom í Lönguflúð, sem er í landi Knútsstaða um sex leytið, en við höfðum ekkert séð alla vaktina,“ segir Vilhem Anton Jónsson, Villi Naglbítur um veiðiferðina í Laxá í Aðaldal og upphafið á frábærum veiðidegi.
„Það var smá vindur upp ánna og ég með línu #6 og ekkert sérstakur kastari svo ég ákvað að einbeita mér frekar nær landi. Við ræddum það nokkrir á pallinum í Nesi, áður en við fórum af stað, að það væru margir maríulaxar að koma og mögulega margir að yfirskjóta. Halli Eiríks í Kjósinn benti á þetta. Ég notaði þessi rök amk til að kasta frekar þröngt og talsvert niður fyrir mig og alveg inn að bakka.
Hann kom tvisvar á eftir, stutt frá landi. Ég sá hann aldrei bara smá gárur. Eitt skref aftur á bak. Svo í þriðja skiptið tók hann á hægu strippi. Enginn asi bara róleg en frekar þung taka.
Ég andaði djúpt og þakkaði fyrir og lyfti stönginni svo rólega. Hann var enn á.
Ég sá hann ekkert fyrr en eftir smá tíma, þegar hann stökk útí miðri á. Þá vissi ég að þetta myndi ég ekki klára einn. 
Sigfinnur Mikalesson var með mér á stöng og á allan heiður að þessu.  Sendi mig á staðinn og leyfði mér að keyra veiðibílinn sinn, gamlan Range Rover. Þetta byrjar í raun allt þar. Hann háfar hann svo við bakkann.
Hann tók Black Doctor einkrækju nr. 12. sem Siffi lét mig fá og sagði mér að setja undir.
Yndislegar og yfirvegaðar 30 mínútur í fullkomnu umhverfi og einstökum félagsskap. Adrenalín kikkið kom svo þegar hann var kominn aftur útí á,“ sagði Vilheim Anton í lokin.