FréttirVeiðitölur

Elsti veiðimaðurinn í Ytri-Rangá

Eðvarð Júlíusson

Þeir sögðu að ég væri líklega elsti veiðimaðurinn sem hafi komið í ána en þetta var gaman og gekk vel,“ segir Grindvíkingurinn Eðvarð Júlíusson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar og athafnamaður, en hann gerði góða veiðiferð í Ytri-Rangá á dögunum og veiddi fjóra laxa.
En þetta kom í frétt á Víkurfréttum í vikunni.
En kíkjum aðeins á veiðitoppinn, Ytri-Rangá er efst með 3620 laxa, síðan kemur Eystri-Rangá með ríflega 2000 laxa, svo Þverá í Borgarfirði með 1600 laxa, þá Selá í Vopnafirði 1033 laxa og Norðurá er að komast í 1000 laxa.

Veiðin heldur áfram, ekkert er búið fyrr en það er búið, laxinn veiðst ennþá. Nokkrar tegundir.