Fréttir

Hrútafjarðará gefið 133 laxa

„Fórum félagarnir í árlegu veiðiferðina okkar í Hrútafjarðará fyrir fáeinum dögum,“ sagði Bæring Jón Guðmundsson og veiðin gekk vel. „Það er búið að vera lítið vatn í henni allt sumar en kom svo smá gusa sem var nóg til að hrista aðeins upp í veiðinni, enduðum í 17 löxum á 3 stangir þessa 2 daga og var veiðin nokkuð dreifð um ánna. Mikið er af stórlaxi og við sáum nokkra í yfirstærð eins og Hrútan er svo vel þekkt fyrir,“ sagði Bæring enn fremur.

Hrútafjarðará  hefur gefið 133 laxa og september er oft góður í henni. Það er líka spáð rigningu næstu daga sem skiptir öllu.