Ráðgáta dagsins!
„Við fórum jeppatúr í fyrradag í Veiðivötn, ég og Hinrik Óskarsson, sagði Birgir Örn Jónsson og skoðuðum meðal annars Bátseyri Stóra-Fossvatni. Þar á ísnum lá stór urriði ofaná ísnum vænn urriði um 10 pund á að giska, vel haldinn fyrir utan að hann var dauður. Hvað gerðist hér? Stökk hann upp á skörina ? Hann liggur með hausinn í átt frá vökinni sem útilokar nánast að hann hafi verið dreginn að landi.
Einhver önnur skýring?“ sagði Birgi Örn enn fremur en hann fer í Veiðivötn til veiða á hverju ári og fegurðin við vötnin er ótrúleg þessa dagana.
Daginn er tekið að lenga og það styttist verlega í næsta veiðitíma, sem allir bíða eftir. Svona flottar myndir stytta biðina verulega.


