FréttirKrakkar

Ungu veiðimennirnir fara á kostum

Fátt er skemmtilegra en að veiða fyrsta fiskinn og fá fyrstu tökuna, sjá flotholtið sökkva og fiskurinn hefur tekið hjá manni. Það er toppurinn á veiði  frábær byrjun veiðimanna á öllum aldri. Hann Oliver Ingi er bara 3 ára og veiddi fyrsta fiskinn sinn. Afi hans Ingólfur Kolbeinsson veiddi með honum og langafi hans Kolbeinn Ingólfsson hefði orðið 90 ára daginn sem hann veiddi fyrsta fiskinn. En fiskinn veiddi Óliver Ingi í Búrfellslæk í Sogi og Álftavatn. Hann tók fluguna Ölmu Rún.

Á næstum sama tíma var annar afi, Rúnar Andrew Jónsson, að veiða fyrir norðan með barnabörnin og fjörið var ekki minna þar. Fyrst var farið að veiða á bryggjunni en eitthvað var veiðin treg þar og endaði veiðihópurinn á Ystu-Vík í sleppitjörninni og það kikkaði ekki. „Krakkarnir höfðu gaman að þessu og það veiddust tveir fiskar,“ sagði veiðiafinn Rúnar Andrew Jónsson, en þetta voru þau Embla Nótt, Björn Andrew og Jökla Lind. Allt framtíðar veiðimenn ungir og efnilegir um allt land.

Oliver Ingi með hann á! /Mynd: Ingólfur
Með flotta veiði Embla Nótt, Björn Andrew og Jökla Lind /Mynd: Rúnar