Vegna hlýinda í vetur hefur lítið snjóað í fjöllin sem aftur þýðir að minna vatn verður í ám og vötnum þegar vorar. Oftast hefur það þýtt að lítill fiskur gengur upp árnar og því minni veiði í kortunum en ætla mætti.
Laxveiðiárnar opna hver af annarri með ágæta veiði. Fínn gangur er enn í Urriðafossi í Þjórsá heildarveiðin komin í 491 fiska. Norðurá er líka á fínni siglingu með vikuveiði upp á 80 laxa og er þá komin í 267 fiska.
Vorveiðin byrjar með ágætum, Leirá hefur gefið 26 fiska og marga flotta. Varmá hefur verið frekar róleg en einn og einn fiskur á land. Og risa fiskur veiddist í Skaftá en það var Maros Zatko sem landaði þessum risastóra sjóbirtingi sem
Veiðin heldur áfram, veiðimenn reyna áfram og laxinn er byrjaður að veiðast í Elliðavatni, ef maður kemur sér fyrir á réttum stað og með rétta spúninn, þá getur laxinn tekið hjá veiðimönnum. Veiðin í Elliðavatni hefur verið góð í sumar, flottir
Heildarveiði í Mallandsvötnum á Skaga sumarið 2024 var 1.268 fiskar. Alls veiddust 913 urriðar og 355 bleikjur. Mest veiddist í Skjaldbreiðarvatni, Selvatni og Álftavatni. Hlutfall bleikju í heildarafla var 28%, en áhugavert er að hlutfall bleikju í Selvatni og Rangatjörnum
„Við sáum fullt af eldislaxi í Stokki í Hrútafjarðará, helling fyrir nokkrum dögum og það hefur komið á daginn þetta reyndist rétt, hann var nákvæmlega þarna,“ sagði veiðimaður sem var við veiðar í ánni um daginn og bætti við; „það var
„Þetta gengur allt í lagi og það eru að veiðast laxar á hverjum degi í Fuss hollinu, bara gaman hérna,“ sagði Páll Halldórsson við Svartá í Húnavatnssýslu þegar við heyrðum í honum á árbakkanum með ungum og hressum veiðimönnum. „Ég hef aldrei