Fréttir

Einmuna tíðarfar og vötnin íslaus

Elliðavatnið er alveg íslaust í gær en veiði hefst í því sumardaginn fyrsta /Mynd: María Gunnarsdóttir

„Það styttist í að veiði í vötnum byrji en maður verður bara að bíða, staðan er fín þessa dagana,“ sagði veiðimaður, sem var líka að skoða við Elliðavatn í gær, ekki er að sjá ís á vötnum í nágrenni Reykjavíkur þessa daga.

En veiðin byrjar í Vífilsstaðavatni 1. apríl og svo seinna sumardaginn fyrsta 24. apríl í Elliðavatni, sem styttist verulega í. Já vötnin er alveg íslaus þessa dagana eftir blíðu tíðarfar í febrúar.

Dorgveiði hefur mikið verið stunduð í vetur á Hafravatni og veiðimaður, sem hafði samband sagðist hafa farið í vatn í Borgarfirði og fengið til þess leyfi. Þar veiddi hann fimm urriða og eina bleikju.