Árni Hauksson með 87 cm sjóbirtinginn /Mynd: Marteinn

Árni Hauksson, eigandi Múrbúðarinnar, landaði þessum 87 cm sjóbirting í Tungulæk rétt í þessu. Fiskurinn tók fluguna Black Betty Crocker nr. 10 í Holunni. Viðureignin tók góða stund og var fiskinum landað un 100 metra fyrir ofan tökustaðinn.

Fín veiði hefur verið í Tungulæk síðan hann opnaði fyrir veiðimenn og nokkrir vænir fiskar veiðst.