Kokkurinn sjalli Gordon Ramsay hefur verið á Íslandi síðustu daga og veiði er hans helsta áhugamál og að elda góðan mat eða láta aðra gera það með misjöfnum árangri. Hann hefur snætt meðal annars í Þrastarlundi við Sog, þar sem er stutt í veiði fyrir hann.
Gordon er einkar lunkinn að veiða lax og hefur ekki farið fisklaus af landinu síðustu ár. Hann hefur komið hérna síðustu ár og veitt víða en hann rennir aldrei fyrir fisk á sama staðnum, hann vill fjölbreyttni í veiðiám. Tungufljótið, Norðurá, Sogið og fleiri ár hefur hann veitt í og alltaf veiðist eitthvað hjá kokkinum snjalla.