Fyrsti laxinn sást í Norðurá í Borgarfirði en þeir Brynjar Þór Hreggviðsson og Birkir Már Harðarson fóru í kökunnar leiðangur og það bar árangur, MBl sagði frá þessu. En laxinn sáu þeir á Berghylsbrotinu en áður hafði lax sést skvetta sér á Eyrinni við Laxfoss.
Lítið hefur ennþá sést af laxi en hann er á leiðinni og veiðimaður sem var að við veiðar á Seleyrinni við Borgarfjörð fyrir fáum dögum sá laxa stökkva, en hann veiddi nokkra sjóbirtinga í góða veðrinu og hitanum síðustu daga.