Margir að veiða á Hafravatni síðustu daga – ísinn sjaldan verið traustari
Dorgveiði er mikið stunduð í vetur eftir að vötnin setti og verulega fór að kólna. Ísinn er þykkur og traustur núna eftir miklar frosthörkur.
„Við erum búnir að fara víða og veiða það sem af er vetri,“ sagði veiðimaður sem mikið stundar dorgveiði mikið hvern vetur. Ísinn er hnausþykkur, alla vega um 70 til 80 sentimetrar og vel öruggur.
Hafravatn er mikið stundað í vetur og veiðimenn hafa veitt ágætlega. Fyrir nokkrum dögum voru margir að veiða þar en fiskurinn er frekar smár. Meðalfellsvatnið er líka vinsælt.
„Það voru margir að veiða á Hafravatni síðustu helgi en fiskurinn er smár,“ sagði veiðimaður sem við hittum við vatnið. Mikið er af veiðimönnum og gaman að dorga þegar vatnið er tært og engin snjór á ísnum.
Það er víða hægt að veiða, þarf reyndar að spyrja um leyfi en það er auðsótt. Útiveran er verulega góð bara klæða sig vel.
„Við veiddum bara þennan eina fisk en þetta var fínt,“ sagði Heiðar Logi Elíasson, sem var við veiðar á Hafravatni um helgina. „Já það voru margir að veiða á vatninu. Það er gott að nota dagsbirtuna, maður veit aldrei hvenær fiskurinn tekur,“ sagði Heiðar Logi Elíasson.

