Veiðimenn hafa verið að bíða eftir rigningu á stórum hluta landsins eins og Vesturlandi og hún kom um helgina í verulegu mæli. Veiðimenn sem voru á veiðum í Hvolsá og Staðarhólsá veiddu vel. Og veiðin tók klipp enda finnst veiðimönnum rigningin góð þessa dagana eftir mikinn þurrk.
„Já það fór að rigna og laxinn gekk í árnar,” sagði Úlfar Reynisson, sem var við veiðar í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum um helgina. „Við veiddum sex laxa í Staðarhólsá, einn í Lóninu og tvo í Hvolsá og fengum fullt af bleikjum. Þegar við hættum voru komnir 18 laxar á land og mikið af bleikju,” sagði Úlfar enn fremur.