„Reyndar eru allar veiðiferðir geggjaðar hvort sem þær eru í logni, dásamlegu veðri eða appelsínugulri veðurviðvörun,“ segir Helga Gísladóttir þegar við vörpum fram spurningunni um veiðisumarið og hún bætir við; “veiðitímabilið ætla ég að byrja í bæjarlæknum mínum Þjórsá. Síðan er það Geirlandsá í næstu viku og mikil spenna fyrir þeirri ferð í hópnum. Er að fara í fjórða skiptið í vorveiði þar og við höfum lent í -10° og allt of mörgum vindstigum en veðurspáin er góð í ár. Um páskana á svo að skella sér í Háskóla og fara í Minnivallalækinn. Hef ekki veitt hann áður en mér skilst að hann sé trikkí. Það verður erfitt fyrir brussuna mig að læðast um á hnjánum en þetta er nú allt sem er bókað í apríl. Í júní fer ég svo í fyrsta skiptið í Norðurá í Borgarfirði, það finnst mér spennandi. Búin að lesa mér til í vetur um hana. Svo Veiðivötn og Laxárdalurinn fylgja á eftir. Brúará, Norðlingafljót, Veiðivötn, Langá, Andakílsá og eitthvað fleira dettur örugglega inn i sumar. Sem sagt mjög peppuð fyrir þetta tímabil,“ segir Helga um vorið og sumarið í veiðinni.
