Fréttir

Fjölmennt við Elliðavatn í frábæru veðri

Elliðavatn í fallegu veðri

„Við erum búnir að fá einn eða tvo ekki mikil veiði en frábær útivera og gott veður,“ sögðu veiðimenn sem við hittum við Elliðavatn í kvöld við spegilslétt vatn og rétt fyrir neðan bæinn við Elliðavatn var lax að stökka.

Það var fjölmenni að veiða, veiðimenn að æfa fluguköst á öllum aldri og aðrir lengra komnir, fiskurinn var að vaka um allt vatn, laxavonin er byrjuð fyrir alvöru, veiðin gekk vel í Elliðaánum, flott veiði þar og vænir fiskar.

En sjón er sögu ríkari og myndir tók María Gunnarsdóttir.