„Veiðiskapurinn gengur vel og við vorum í Litlasjó áðan og fengum nokkra flotta fiska,” sagði Jógvan Hansen staddur í Veiðivötnum þessa dagana með vöskum veiðimönnum og veiðiskapurinn gengur vel.
„Við vorum að horfa á Víkinga og Aftureldingu áðan og svo fórum við aftur að veiða, verst að Afturelding vann ekki leikinn. Já þetta gengur vel hérna, félagsskapurinn er frábær og fiskurinn að veiðast á nokkrum stöðum. Við veiðum á allt sem má hérna og fátt skemmtilegra en að eyða nokkrum dögum í Veiðivötnum á hverju sumri,” sagði Jógvan ennfremur.
Veiðin hefur gengið vel síðan Vötnin opnuðu og margir fengið fína veiði. Veðurfarið verið ágæt og dæmi eru um að veiðimenn fari nokkrum sinnum yfir sumarið þarna inn eftir að veiða. Veiðivötnin heilla marga.

