FréttirLaxveiði

Ytri-Rangá á fleygiferð – flott veiði!

„í Ytri-Rangá er góð þessa dagana og erum við að sjá aukningu á hverjum degi. Síðasta veiðivika var með veiði upp á 299 laxa og á miðvikudagskvöldið voru 702 laxar komnir á land. Við förum örugglega yfir 1000 laxa múrinn fyrir næsta fimmtudag, ef allt gengur upp,“ sagði Árni Kristinn Skúlason þegar við ræddum við hann í morgun.

„Rangárflúðir hafa verið mjög heitar og veit ég að það eru alla vega komnir 8 þar í morgun á tvær stangir og fleiri misstir. Það er mikið um stóra laxa í ánni og erum við mjög ánægð með veiðina í ár,“ sagði Árni Kristinn að lokum.

Það er einnig góð veiði í Urriðafossi, þar er núna hægt að kaupa stakar stangir. Frábært veiðisvæði til að fá nýgenginn lax í soðið.