FluguveiðiFréttirNámskeið

Frábærir kennarar á flugukastæfingum

Stangaveiðifélag Akureyrar heldur fjórar flugukastæfingar fyrir einhendu  í íþróttahúsinu á Hrafnagili í marsmánuði nánar tiltekið sunnudagana 1. mars, 8. mars, 15. mars og 22. mars frá kl 13-15. 

Kennarar eru Sigmundur Ófeigsson, Jón Bragi Gunnarsson og Guðmundur Ármannn Sigurjónsson.

Æfingarnar eru hugsaðar fyrir byrjendur sem lengra komna. Farið verður yfir grunnhreyfingar flugukastsins, meðhöndlun á búnaði og öryggisatriði. Nemendur skiptast á að æfa sig með aðstoð kennara en það geta ca fimm kastað í einu.

Æfingarnar eru ókeypis og öllum opnar sem langar að læra að kasta með flugustöng eða þurfa að skerpa köstin sín. 

Skráning er æskilega á svak@svak.is. Þar skal tekið fram hvaða dag skuli mæta, hvort um barn eða fullorðinn sé að ræða og hvort viðkomandi sé vanur eða ekki. Reiknum með að viðkomandi mæti með sína stöng en getum skaffað stöng ef þarf, það þarf þá að koma fram í skráningu.