Aðeins hundrað laxar en einn og einn vænn
Hann Kristinn Jónsson var að landa þessum 98 cm hæng í Bálk í Hrútafjarðará en laxinn tók Rauðan Frances cone í dag og með auknu vatni er veiðin að glæðast og oft er september drjúgur í Hrútu.
Þrátt fyrir allt hefur Hrútafjarðará ekki gefið nema 100 laxa í sumar en veiðimaður sagði að það þurfti rigningu en það væri töluvert af fiski í ánni. Mest væri fiski í efri hluta árinnar.
Ytri-Rangá er á toppnum með 3300 laxa, síðan Eystri Rangá með 1720 laxa, síðan Þverá í Borgarfirði með 1480 laxar og síðan Selá i Vopnafirði með næstum 1000 laxa.
En margar laxveiðiár hafa gefið minni veiði en fyrir ári síðan.