Frábært veður á rjúpu um helgina
„Við fórum til rjúpna um helgina bæði á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði, flott veður til veiða,” sagði Karl Hallur Sveinsson og bætti við; „veiðiskapurinn gekk ekki vel, sáum þrjá fugla og náðum tveimur á Bröttubrekku en fengum ekkert á heiðinni. Barnabarnið Karl Rúnar náði í sína fyrstu rjúpu og það var fínt,” sagði Karl Hallur um veiðiskap helgarinnar.
Já það fóru margir til rjúpna þessa helgi, eins og vestur í Dölum þar voru veiðimenn sem fengu í jólamatinn, en það er keppikeflið hjá mörgum. En rjúpan þykir stygg þessa dagana en veðurfarið er verulega gott á fjöllum nú um stundir.

