Haustveiðin að hefjast – frá haga í maga
„Nú er haustið byrjað og ég búin að sækja silung, reykja hann og pakka. Nú tekur við gæs og önd sem munu ýmist fara í reyk, vera grafið eða eldað,“ segir Kristbjörg K. Sigtryggsdóttir, sem var að koma úr veiði og bætir við; „Það er fátt jafn gott og að njóta þess að borða það sem maður hefur sótt og verkað sjálf. Mér er ekið á veiðistað og komið þar fyrir sökum þess að ég er hreyfiskert eftir sjóslys. Nú hlakka ég bara til þess að setjast niður með fjölskyldunni yfir hátíðarnar og geta boðið upp á kræsingar. „Frá haga í maga“ er mitt mottó sem hefur fylgt mér í gegnum lífið,“ segir Kristbjörg enn fremur.

Gæsaveiðin hefur gengið vel, veiðimenn að fá góða veiði um land allt.