FréttirOpnun

Veiðiveisla og mok í Vatnamótum í blíðunni

Davíð Örn Albertsson með flottan birting

„Við strákarnir áttum hreint út sagt draumadaga í Vatnamótunum og veiðin var meiriháttar,” segir Samúel Jónsson sem er ennþá að jafna sig eftir mokveiðina í Vatnamótunum og bætir við; „veðrið var lygilegt 10 til 14 ár stiga hiti, skýjað en þurrt og fiskur út um allt!  Þetta var mitt fyrsta skipti í Vatnamótum en ég hef haft huga á því að langað að prufa árum saman. Þvílíka paradísi sem þetta er og flottur staður, skemmtilega öðruvísi að þurfa að hafa svolítið fyrir þessu og leita veiðistöðum og elta fiskinn uppi. Var smá tíma að komast inn í þetta en virkilega gaman þegar maður var kominn upp á lagið með hvernig sjóbirtingurinn vill hafa þetta þarna!  Sjálfur veiddi ég 8 stykki en við strákarnir í hollinu vorum með yfir 100 fiska samtals. Flottir fiskar allt upp í 85 cm stórir og þessu gleymir maður seint, enda virkilega frábær hópur og aðstæður eins og þær gerast bestar. Bara veisla í Vatnamótunum,” segir Samúei enn fremur.

Samúel Jónsson með einn úr Vatnamótunum.