Fréttir

Fátt skemmtilegra en að veiða

Gunnar Baldur Magnesarson 9 ára veit fátt skemmtilegra en að veiða eins og fleiri ungum veiðimönnum með veiðidelluna.

Hann skrapp í Eystra Gíslholtsvatn með afa sínum fyrir fáum dögum.

Vatnið er fullt af flottum fiski og missti Gunnar tvo væna urriða áður en hann landaði hjálparlaust einum fallegum urriða eftir langa baráttu þar sem urriðinn bæði stökk og rauk ítrekað.

Urriðinn mældist 46 cm og var 1,3 kg.