Hörmungar í Haukadalsá, fleiri eldislaxar finnast
Hér eru myndir af eldislaxi sem náðist í gær í Haukadalsá, föstudaginn síðasta. Þá er talan komin í níu eldislaxa. Þar af veiddust fjórir á stöng en var því miður sleppt í góðri trú og einn kom í net í Haukadalsvatni.
Formlegar aðgerðir með köfun eru ekki hafnar. Til að setja þessa tölu í samhengi við stóru sleppingu Arctic Fish 2023 hafa nú þegar náðst fleiri eldislaxar úr Haukadalsá en allt haustið eftir þær manngerðu hörmungar. Þetta er afar slæmur fyrirboði um það sem kann vera framundan. Ljóst er að eldislaxinn hefur dreift sér um allt vatnasvæðið Haukadalsár, fyrst hann er kominn í Haukadalsvatni.
Leitin heldur áfram víða um land slysið virðist vera að gerast og það er stærra en það síðasta. Verið er að skoða frá Djúpinu og norður í land.
