Engin átök við Elliðavatn, lax að stökkva víða
„Það hefur verið mikið af laxi að stökkva hérna sérstaklega þegar það er alveg logn en fiskurinn hefur verið tregur að taka,“ sagði veiðimaður sem við hittum við Elliðavatn í dag, en fjölmargir voru að veiða. Einn og einn hjólaði bara en veiddi ekkert. „Laxinn er kominn en hann er tregur og stekkur mikið. Menn eru að fá einn og einn,“ sagði veiðimaðurinn og hætti veiðum stundarsakir. Annar hafði komið sér fyrir á brúnni og kastaði flotholti og maðki langt út á vatn, fiskurinn var ekki tökustuði, en hann var þarna.
Hópur vaskra veiðimanna höfðu komið sér fyrir innar í vatninu og köstuðu grimmt en lítinn fisk að hafa, var þar. Ánægju höfðu ungu mennirnir af veiðinni léttklæddir í 19 stiga hita, þess vegna hefur fiskurinn líklega verið verulega latur. Andrúmsloftið var öðruvísi en víða þessa dagana, það var þess virði standa í hitanum við vatnið.
