Tveir laxar yfir 20 pund í Víðidalsá í vikunni
„Ég var að koma úr Víðidalsá í Húnavatnssýslu og veiddi meðal annars tvo laxa yfir 20 pundin í þessari viku,“ segir stórlaxabaninn Nils Folmer Jorgensen, þegar ég spyr hann um stóra laxinn á myndinni á facebook, sem er vel yfir 20 punda að hans sögn. „Já sumarið hefur verið fínt í veiðinni hjá mér, mjög gott, og laxarnir yfir 20 pund í ferðinni,“ sagði Nils ennfremur um laxana og veiðitúrinn í Víðidalsá.
Áin hefur gefið 360 laxa í sumar, Vatnsdalsá 231 lax, Laxá Ásum 480 laxa og Miðfjarðará með 1200 laxa en stutt eftir af veiðitímanum.