Rjúpnaveiðin hefst á föstudag
„Við ætlum vestur eins og við höfum gert síðustu árin, veiða í jólamatinn hóflega,” sagði veiðimaður í veiðinni og hélt á skotpökkum í veiðibúðinni, allt var að vera klárt þetta árið. „Fínt að labba aðeins og fá nokkrar rjúpur, alltaf sami staðurinn hjá okkur,” sagði veiðimaður um fyrstu dagana á rjúpunni.
Margir ætla fyrsta daginn sem má skjóta, veðurfarið er ágætt og það er alla vega kominn snjór á Norður- og austurlandi. Við hjá veidar.is munum fylgjast með veiðinni eins og síðustu árin, við verðum á rjúpnaslóð strax fyrsta daginn.
Rjúpnaveiðar verða heimilar í vetur frá 24. október á öllum veiðisvæðum. Veiðar verða heimilar frá föstudögum til og með þriðjudögum en lok veiðitímabils er misjafnt eftir veiðisvæðum.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, staðfesti rjúpnaveiðitímabilið í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.
- Austurland: 24. október – 22. desember
- Norðausturland: 24. október – 2. desember
- Norðvesturland: 24. október – 18. nóvember
- Suðurland: 24. október – 11. nóvember
- Vesturland: 24. október – 2. desember
- Vestfirðir: 24. október – 18. nóvember

