Skotsalan hefur verið frábær
„Við vorum að koma úr Haukadal í Dölum og fengum fína veiði, það gekk vel mikið af fugli og hef aldrei séð eins mikið á refaslóðum,” sagði Hjálmar Ævarsson hjá Hlað sem var einn af þeim sem skrapp til rjúpna um helgina, til að ná sér í jólamatinn.
„Þetta var ferð númer tvö núna en ég fór fyrsta daginn sem mátti veiða og kominn með í jólamatinn, hættur þetta árið. Við vorum þrír þarna i Haukadalnum núna en rjúpan var ekki stygg en um fyrstu helgina fannst mér hún vera stygg. Held bara að allflestir séu komnir með jólamatinn, enda hefur verið frábær skotsala,” sagði Hjálmar enn fremur.
Veiðiskapurinn hefur víða gengið vel, mikið af fugli og tíðarfarið verulega gott enda styttist veiðitímabilið verulega í annan endann.

