FréttirRjúpanSkotveiði

Það vantaði tvær í jólamatinn

Helga Dís með rjúpu úr síðustu veiðiferðinni um helgina en henni finnst rjúpur góðar í matinn /Mynd: Reynir

„Það var komið í jólamatinn, en það vantaði tvær rjúpur og þá tekur maður tilvonandi veiðistelpuna með sér og þá reddast málið auðvitað,” sagði Reynir M Sigmundsson, veiðimaður á Akranesi, öen  veiðimenn keppast við að klára að ná sér í jólamatinn þessa dagana.

„Þetta er það besta sem Helga Dís dóttirin fær í matinn og þá verður maður að standa sig, jú þetta er allt komið í matinn þessi jól,, sagði Reynir í lokin.

Veiðitímabilinu á Vesturlandi lauk í gær og veiðimenn voru mikið á ferðinni um helgina bæði á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og veiðimenn voru að ná fuglum undir það síðasta.

Á Austurlandi er veitt áfram.