Allir sjö fengu í jólamatinn
„Þetta var fín helgi á rjúpu, veðrið var erfitt á föstudaginn þegar máttu byrja veiðiskapinn,” sagði Skúlisigurz Kristjánsson, sem var á rjúpu fyrstu daga tímabilsins í Kalmanstungu landi í Borgarfirði sem einkaland.
„Laugardagurinn var æðislegur og fugl út um allt land svæðið en við vorum sjö að skjóta í heildina á svæðinu. Og jólamaturinn er klár eftir þessa fyrstu helgi hjá öllum okkar,” sagði Skúlisigurz enn fremur.
Já margir fóru á rjúpu víða um land og veiðin var í góðu lagi hjá flestum en fuglinn er styggur þessa dagana.
„Við vorum á Holtavörðuheiði og fengum einn fugl hann var frekar styggur,” sagði veiðimaður sem var á Holtavörðuheiði og þar voru fleiri að skjóta fyrstu dagana og veiðin var verulega misjaöfn eins og gengur og gerist.

