Allt annað veður til rjúpnaveiða í gær
Það voru margir sem fóru ekki til rjúpna á föstudaginn vegna veðurs en biðu það af sér þangað til í gær og veðrið skánað mikið síðan þá.
Margir fóru til rjúpna strax í morgunsárið og einn af þeim var Karl Hallur Sveinsson sem fór á Holtavörðuheiðina og náði tveimur flugum. „Ég sá fjóra fluga og náði tveimur,“ sagði Karl Hallur og bætti við; „fór fyrst í Bláhæðina en sá ekki fugl og endaði í Deildarlæknum, náði þar tveimur. Sá til sex bifreiða þarna á heiðinni,“ sagði Karl Hallur enn fremur.
Veiðin gekk ágætlega í gær og margir náðu í jólamatinn eftir rólegan fyrsta dag á rjúpunni.