Höfundur: Gunnar Bender

FréttirRisalax

Stærsti lax sumarsins

Drottningin Laxá í Aðaldal blessaði Sigvalda Lárusson í gær, en hann veiddi stærsta lax sumarsins, glæsilegan hæng sem mældist 106 cm (52cm ummál) en hann kom á veiðistaðnum Höfðahyl og tók Metallica. Laxá í Aðaldal hefur gefið 510 laxa þetta sumarið

FréttirLaxveiði

Hann var ennþá á!

„Kom í Lönguflúð, sem er í landi Knútsstaða um sex leytið, en við höfðum ekkert séð alla vaktina,“ segir Vilhem Anton Jónsson, Villi Naglbítur um veiðiferðina í Laxá í Aðaldal og upphafið á frábærum veiðidegi.„Það var smá vindur upp ánna og