Kjói
Kjóinn er mun minni en ættingi hans, skúmurinn. Langar oddhvassar miðfjaðrir sem skaga 5–10 cm aftur úr stélinu eru einkennandi. Tvö litarafbrigði eru af kjóa, dökkt og ljóst. Dökkur kjói er að mestu móbrúnn, með svartleita kollhettu, vængi og stél.