„Ég og Andri Fannberg vorum að guida upp í Köldukvísl og Tungná en Kaldakvísl var í yfirfalli svo við vorum með leyfi í Fossá,” sagði Daniel Karl Egilsson, hþegar við spurðum frétta af veiðiskap í gærdag.
„Eftir að kúnnarnir fóru í kvöldmat þá fór ég og Anrdri í Fossánna, það sáust stórir laxar á breiðunni fyrir neðan fossinn daginn áður og okkur langaði að skoða hvort við gætum sett í eitthvern af þeim. Við urðum varir við fiska í fossinum en þeir tóku ekki svo við færðum okkur á sandeyrina fyrir ofan rafmagnslínuna þar náðum við tveimur löxum, 67 cm og 73 cm. Þarna var klukkan orðin hálf 10 svo við fórum heim eftir þetta saddir,” sagði Daniel Karl í lokin.
