Frábær veiði í Jöklu – styttra veiðitímabil
Í ljósi umræðu á internetinu og fjölmiðlum um veiði per stangardag í íslenskum laxveiðiám er áhugavert að skoða Jöklu aðeins betur. Yfirfallið gerir það að verkum að veiðin er takmörkuð við mun styttra tímabil en hina hefðbundnu 90 daga. Fram að yfirfalli voru stangardagar í Jöklu I og Jöklu II alls 464. Á þeim tíma veiddust 797 laxar sem gerir 1,7 lax per stangardag. Það er ekki annað hægt en að vera ánægður með það á sumri þar sem stórlaxinn var fáliðaðri en vonast var og veiðin fór hægt af stað.