Má veiða eða má ekki veiða eftir að veiðitímanum lýkur?
Veiðitíminn er úti þetta árið og hann gekk ágætlega, margir fengu fisk og sumir marga fiska. En veðurfarið er fínt ennþá og alveg hægt að veiða, maður klæðir sig bara vel og finnur stað þar sem má kasta.
„Já ennþá að veiða og finnst það ekkert tiltökumál, það eru fáir að veiða þessa dagana en samt einn og einn að reyna,“ sagði einn af þeim sem ennþá veiðir þar sem má ennþá veiða, eitt og eitt vatn er opið en alls ekki mörg.
„Það er alveg hægt að veiða frammí desember, ég gerði það í fyrra og útiveran góð meðan veðurfarið er svona milt. Fór fyrir nokkrum dögum í Hólmsá og fékk tvo urriða, bara gaman,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur.
Veðurfarið er fínt, fiskurinn tekur, aðeins að fá leyfi til að mega renna fyrir fisk.