Magir til rjúpna á fyrsta degi
„Við vorum norðarlega í Eyjafirði og fengum tíu rjúpur tveir,“ sagði Ágúst Ásgrímsson, en hann var á rjúpu á fyrsta degi við annan mann. Margir fóru á rjúpu um allt land eins og í Borgarfirði, vestur í Dölum, í Eyjafirði, kringum Húsavík, austur á fjörðum og á Suðurlandi. „Þetta var frekar rólegt og rjúpan stygg hérna á okkar svæði. Við vorum tveir með tíu fugla en færðin var frekar þung, það hefur snjóað aðeins hérna,“ sagði Ágúst enn fremur.
Það var víða farið til rjúpna og veiðimenn voru að fá fugla víða, þetta tvo til tíu eins og á Holtavörðuheiði.
Rjúpnaskyttur munu væntanlega reyna næstu daga að sækja sér rjúpur í jólamatinn, stofninn er nokkuð sterkur og rjúpur á jólahlaðborð er kærkominn veislukostur.


