Mikið af laxi en svakalega tregur
„Ég fór með tvær dætur mínar þær Rakel Rún 14 ára og Gabríelu Mist 9 ára að veiða í Leirvogsá í gær eftir hádegið,“ segir Bæring Jón Guðmundsson, en áin hefur gefið yfir 200 fiska og mikið er af fiski i henni.
„Vaktin byrjaði rólega en datt svo inn, systurnar fengu 3 laxa saman þar sem önnur landaði og hin háfaði. Er virkilega stoltur Pabbi. Mikið er af laxi hér og hann er mjög dreifður,“ sagði Bæring Jón í lokin.

